Dusty stríddi stórliðinu í upphafslotunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 16:45 Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mættu stórliðinu Dignitas í seinni leik sínum í undankeppni BLAST Premier mótsins í CS:GO í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunum, en Dignitas sigldi fram úr og vann góðan sigur, 16-8. Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn
Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn