Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda Heimsljós 18. mars 2022 14:35 gunnisal Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun. „Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni. „Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís. „Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent
„Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni. „Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís. „Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent