Klondike frá Úkraínu opnunarmynd Stockfish Film Festival Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:00 Stilla úr kvikmyndinni Klondike. Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. mars og stendur í fullum skrúða til 3. apríl. Hátíðin hefst með opnunarsýningu á úkraínsku kvikmyndinni Klondike sem kom út fyrr á þessu ári og er þegar byrjuð að sópa til sín verðlaunum. Sýndar verða yfir 20 alþjóðlegar verðlaunamyndir og fjöldi erlendra gesta sækja hátíðina heim, bæði til að fylgja myndum sínum eftir og í tengslum við Bransadaga sem haldnir verða á Selfossi. „Klondike vann til verðlauna bæði á Berlinale og Sundance kvikmyndahátíðunum fyrr á þessu ári. Ljóst er að Úkraína er okkur öllum ofarlega í huga um þessar myndir og fjallar myndin að miklu leyti um forsögu þess sem nú er að gerast þar í landi. Sögusvið myndarinnar er á tíma stríðsins á milli Úkraínu og Rússlands árið 2014 og fjallar um fjölskyldu sem býr á landamærunum milli landanna tveggja og neitar að flýja þótt þorpið þeirra sé yfirtekið af rússneskum hersveitum. Aðalleikona myndarinnar Oksana Cherkashyna verður viðstödd opnunarsýninguna og mun sitja fyrir svörum áhorfenda eftir sýningu,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. „My Year Of Dicks“ frumsýning „Fjöldi áhugaverðra kvikmynda verða sýndar á hátíðinni og verður of langt að telja þær allar upp hér. Kvikmyndaunnendur geta þó gengið að því að gæða myndir verða í boði sem gerðu það gott á kvikmyndahátíðum á síðasta ári.“ Fjöldi kvikmyndagerðarmanna munu sækja hátíðina og gefa áhorfendum færi á að spjalla um myndirnar eftir sýningu. Fyrst ber að nefna ofurkonurnar Pamela Ribon og Söru Gunnarsdóttir en þær verða viðstaddar frumsýningu teiknimyndaseríunnar „My Year Of Dicks“ sem er í leikstjórn Söru en skrifuð af Pamelu. Meðal þess sem Pamela hefur áður skrifað eru Disneymyndirnar Moana og Ralph Breaks the Internet. Stilla úr My Year of Dicks. Leikstjórar með spurt og svarað David Bonneville er á meðal gesta í ár með mynd sína The Last Bath en hún var framlag Portúgals til Óskarsverðlauna. Síðasta baðið fjallar um nunnu sem er kölluð aftur í heimabæ sinn til að ættleiða fimmtán ára frænda sinn. Með þeim takast ástir og mikil togstreita milli trúar, fjölskyldu og ástar hefst í kjölfarið. „Þá fáum við líka til okkar góðan gest frá Færeyjum Trygva Danielsen en hann kemur í tengslum við mynd sína 111 Góðir dagar; hún fjallar um tvo ólíka menn sem eru sífellt að rekast á hvorn annan við undarlegar aðstæður. Síðar komast þeir að því að það er ákveðið afl sem bindur þá saman. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að sjá færeyska mynd í fullri lengd en sú síðasta var framleidd árið 2014.“ Frá færeyjum til Gaza „One More Jump!“ heimildarmynd um tvo vini sem ólust upp á Gaza í Palestínu en saman stofnuðu þeir palestínskan parkour hóp. Sársauki og gremja ungra Palestínumanna á Gaza-svæðinu er sýnd í gegnum prisma parkour-teymis. „Það er ítalski leikstjórinn Emunele Gerosa sem stendur á bak við myndina en hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildarmyndagerð sína og því frábært tækifæri fyrir heimildirmyndaunnendur að ná spjalli með Emanuel eftir sýningu myndarinnar. „Leikstjóri Apples, Christos Nikou, er hokinn af reynslu í kvikmyndageiranum og hefur hann starfað sem aðstoðarleikstjóri í um 10 ára skeið meðal annars í myndum á borð við Dogtooth og Before Midnight. Apples er hins vegar hans fyrsta leikstýrða mynd í fullri lengd og fjallar um mann sem missir minnið í kjölfar heimsfaraldurs og fer í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf.“ Retrospect og Nothing Compares Hjónin Kleber Menonca Filho og Emilie Lesclaux verða gestir á Stockfish í tilefni af Retrospect þeim til heiðurs. Sýndar verða myndirnar Bacarau, sem áður hefur verið sýnd á Stockfish við góðar viðtökur, Aquarius og Neighbouring Sounds. Allar hafa þessar myndir unnið til fjölda virtra verðlauna. „Mendonca og Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna latnesku Ameríku. Myndir þeirra hafa náð glæsilegum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga þar á meðal Cannes. Bæði munu þau sitja fyrir svörum eftir sýningu myndanna. Hann sem handritshöfundur og leikstjóri og hún sem framleiðandi.“ Heimildarmynd um Cinead O‘Connor, Nothing Compares, verður sýnd á hátíðinni en hún fjallar um frægðarsól söngkonunnar, hvernig ferillinn hófst og hvernig uppreisnargjarn persónuleiki hennar varð til þess að henni var útskúfað úr „mainstream“ poppkúltúr. Leikstjóri myndarinnar er Kathryn Ferguson og er fókus myndarinnar á árin 1987 – 1992 í gegnum linsu nútíma augans. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar hér. Bíó og sjónvarp Úkraína Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hátíðin hefst með opnunarsýningu á úkraínsku kvikmyndinni Klondike sem kom út fyrr á þessu ári og er þegar byrjuð að sópa til sín verðlaunum. Sýndar verða yfir 20 alþjóðlegar verðlaunamyndir og fjöldi erlendra gesta sækja hátíðina heim, bæði til að fylgja myndum sínum eftir og í tengslum við Bransadaga sem haldnir verða á Selfossi. „Klondike vann til verðlauna bæði á Berlinale og Sundance kvikmyndahátíðunum fyrr á þessu ári. Ljóst er að Úkraína er okkur öllum ofarlega í huga um þessar myndir og fjallar myndin að miklu leyti um forsögu þess sem nú er að gerast þar í landi. Sögusvið myndarinnar er á tíma stríðsins á milli Úkraínu og Rússlands árið 2014 og fjallar um fjölskyldu sem býr á landamærunum milli landanna tveggja og neitar að flýja þótt þorpið þeirra sé yfirtekið af rússneskum hersveitum. Aðalleikona myndarinnar Oksana Cherkashyna verður viðstödd opnunarsýninguna og mun sitja fyrir svörum áhorfenda eftir sýningu,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. „My Year Of Dicks“ frumsýning „Fjöldi áhugaverðra kvikmynda verða sýndar á hátíðinni og verður of langt að telja þær allar upp hér. Kvikmyndaunnendur geta þó gengið að því að gæða myndir verða í boði sem gerðu það gott á kvikmyndahátíðum á síðasta ári.“ Fjöldi kvikmyndagerðarmanna munu sækja hátíðina og gefa áhorfendum færi á að spjalla um myndirnar eftir sýningu. Fyrst ber að nefna ofurkonurnar Pamela Ribon og Söru Gunnarsdóttir en þær verða viðstaddar frumsýningu teiknimyndaseríunnar „My Year Of Dicks“ sem er í leikstjórn Söru en skrifuð af Pamelu. Meðal þess sem Pamela hefur áður skrifað eru Disneymyndirnar Moana og Ralph Breaks the Internet. Stilla úr My Year of Dicks. Leikstjórar með spurt og svarað David Bonneville er á meðal gesta í ár með mynd sína The Last Bath en hún var framlag Portúgals til Óskarsverðlauna. Síðasta baðið fjallar um nunnu sem er kölluð aftur í heimabæ sinn til að ættleiða fimmtán ára frænda sinn. Með þeim takast ástir og mikil togstreita milli trúar, fjölskyldu og ástar hefst í kjölfarið. „Þá fáum við líka til okkar góðan gest frá Færeyjum Trygva Danielsen en hann kemur í tengslum við mynd sína 111 Góðir dagar; hún fjallar um tvo ólíka menn sem eru sífellt að rekast á hvorn annan við undarlegar aðstæður. Síðar komast þeir að því að það er ákveðið afl sem bindur þá saman. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að sjá færeyska mynd í fullri lengd en sú síðasta var framleidd árið 2014.“ Frá færeyjum til Gaza „One More Jump!“ heimildarmynd um tvo vini sem ólust upp á Gaza í Palestínu en saman stofnuðu þeir palestínskan parkour hóp. Sársauki og gremja ungra Palestínumanna á Gaza-svæðinu er sýnd í gegnum prisma parkour-teymis. „Það er ítalski leikstjórinn Emunele Gerosa sem stendur á bak við myndina en hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildarmyndagerð sína og því frábært tækifæri fyrir heimildirmyndaunnendur að ná spjalli með Emanuel eftir sýningu myndarinnar. „Leikstjóri Apples, Christos Nikou, er hokinn af reynslu í kvikmyndageiranum og hefur hann starfað sem aðstoðarleikstjóri í um 10 ára skeið meðal annars í myndum á borð við Dogtooth og Before Midnight. Apples er hins vegar hans fyrsta leikstýrða mynd í fullri lengd og fjallar um mann sem missir minnið í kjölfar heimsfaraldurs og fer í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf.“ Retrospect og Nothing Compares Hjónin Kleber Menonca Filho og Emilie Lesclaux verða gestir á Stockfish í tilefni af Retrospect þeim til heiðurs. Sýndar verða myndirnar Bacarau, sem áður hefur verið sýnd á Stockfish við góðar viðtökur, Aquarius og Neighbouring Sounds. Allar hafa þessar myndir unnið til fjölda virtra verðlauna. „Mendonca og Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna latnesku Ameríku. Myndir þeirra hafa náð glæsilegum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga þar á meðal Cannes. Bæði munu þau sitja fyrir svörum eftir sýningu myndanna. Hann sem handritshöfundur og leikstjóri og hún sem framleiðandi.“ Heimildarmynd um Cinead O‘Connor, Nothing Compares, verður sýnd á hátíðinni en hún fjallar um frægðarsól söngkonunnar, hvernig ferillinn hófst og hvernig uppreisnargjarn persónuleiki hennar varð til þess að henni var útskúfað úr „mainstream“ poppkúltúr. Leikstjóri myndarinnar er Kathryn Ferguson og er fókus myndarinnar á árin 1987 – 1992 í gegnum linsu nútíma augans. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar hér.
Bíó og sjónvarp Úkraína Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira