Tottenham vann 0-2 útisigur á Brighton á Amex vellinum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Cristian Romero og Harry Kane sáu um mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.
Mark Kane gerði hann að markahæsta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, á útivelli. Kane hefur nú skorað 95 mörk í 139 útileikjum í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann þar með fram úr Wayne Rooney, sem skoraði 94 mörk í 243 útileikjum í deildinni.
Tottenham fer með sigrinum aftur upp í 7. sæti deildarinnar með 48 stig. Brighton er áfram í 13. sætinu með 33 stig.
95 - Harry Kane has scored 95 goals in 139 appearances away from home in the Premier League, becoming the competition's all-time top scorer in away games despite making 104 fewer such appearances than second-place Wayne Rooney. Undaunted. pic.twitter.com/YUekCDniVH
— OptaJoe (@OptaJoe) March 16, 2022