Myndband: BMW sýnir M3 Touring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2022 07:01 Afturendi á M3 Touring. Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur svipt hulunni af M3 Touring, M3 skutbílnum sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. M3 bílar hafa aldrei áður verið fáanlegir í skutbíla eða Touring útgáfu. Bíllinn er væntanlegur seinna á þessu ári. Afturendi bílsins sést á myndbandi sem BMW birti í gær. Myndband sem birtist á YouTube rás BMW sýnir sögu M bíla og þar á meðal er hinn nýja Touring útgáfa. Myndbandið má sjá hér að neðan: Touring bíllinn deilir miklu af yfirbyggingunni með stallbaknum en augljóslega þarf að taka tillit til ólíks afturenda. Afturstuðarinn er eins og sama má segja um púströrin fjögur. Framendinn á Touring bílnum sést í felulitum í myndbandinu, framstuðarinn er tekinn stallbaksútgáfunni. BMW hefur ekki enn staðfest hvenær afhendingar byrja, en bíllinn verður líklega kynntur formlega á þessu ári. Þessi M3 Touring er sá fyrsti í röð margra væntanlegra nýrra M bíla í tilefni 50 ára afmælis M bíla. Aðrir eru til að mynda M2 Competition, léttur M4 CSL og XM jepplingur. Vélin er sögð sú sama og er í M3 stallbaknum, þriggja lítra 473 hestafla vél með tveimur forþjöppum. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent
Myndband sem birtist á YouTube rás BMW sýnir sögu M bíla og þar á meðal er hinn nýja Touring útgáfa. Myndbandið má sjá hér að neðan: Touring bíllinn deilir miklu af yfirbyggingunni með stallbaknum en augljóslega þarf að taka tillit til ólíks afturenda. Afturstuðarinn er eins og sama má segja um púströrin fjögur. Framendinn á Touring bílnum sést í felulitum í myndbandinu, framstuðarinn er tekinn stallbaksútgáfunni. BMW hefur ekki enn staðfest hvenær afhendingar byrja, en bíllinn verður líklega kynntur formlega á þessu ári. Þessi M3 Touring er sá fyrsti í röð margra væntanlegra nýrra M bíla í tilefni 50 ára afmælis M bíla. Aðrir eru til að mynda M2 Competition, léttur M4 CSL og XM jepplingur. Vélin er sögð sú sama og er í M3 stallbaknum, þriggja lítra 473 hestafla vél með tveimur forþjöppum.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent