Xavi: Konurnar í Barcelona hafa sett viðmiðið fyrir karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 10:01 Alexia Putellas, fyrirliði kvennaliðs Barcelona, lyftir bikarnum en til hliðar er Xavi sem hefur hrósað kvennaliðinu mjög mikið. Samsett/AP Xavi Hernandez talar vel um kvennalið Barcelona sem um helgina tryggði sér spænska meistaratitilinn með því að vinna 5-0 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid. Barcelona hefur þegar tryggt sér titilinn og tekið við bikarnum þótt að liðið eigi enn eftir að spila sex leiki. Þetta er þriðja árið í röð sem Barca-stelpurnar verða meistarar og þær unnu líka Meistaradeildina á síðustu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þær hafa unnið alla 24 leiki sína á tímabilinu í spænsku deildinni og markatalan er 136-6. Nú hafa þær unnu 38 leiki í röð í öllum keppnum. Xavi, sem er þjálfari karlaliðsins, ræddi árangur og spilamennsku kvennaliðs félagsins á blaðamannafundi og hrósaði bæði fótboltanum sem liðið spilar en einnig hvernig þær eru áfram hungraðar í árangur þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð. „Undanfarin ár hefur kvennaliðið okkur verið að sýna hvernig við eigum að gera þetta með því hvernig þær spila, hvernig þær keppa og með hungri sínum í árangur þrátt fyrir að vinna allt á síðasta ári,“ sagði Xavi. „Við höfum verið að fylgjast með þeim og það er undravert að sjá þær spila. Þeir eru að leiða félagið á sama hátt og Draumaliðið gerði á sínum tíma og liðið hans Pep [Guardiola] gerði seinna. Þær eru viðmiðið fyrir karlaliðið,“ sagði Xavi. Draumaliðið er nafnið á Barcelona-liðinu sem spilaði undir stjórn Johan Cruyff í byrjun tíunda áratugarins en það vann fjóra Spánarmeistaratitla í röð og fyrsta Evrópubikar félagsins. Undir stjórn Guardiola þá var Barcelona-liðið mjög sigursælt frá 2008 til 2012. Liðið vann þrjá Spánartitla, Meistaradeildina tvisvar sinnum og náði að vinna sex titla árið 2009. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Barcelona hefur þegar tryggt sér titilinn og tekið við bikarnum þótt að liðið eigi enn eftir að spila sex leiki. Þetta er þriðja árið í röð sem Barca-stelpurnar verða meistarar og þær unnu líka Meistaradeildina á síðustu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þær hafa unnið alla 24 leiki sína á tímabilinu í spænsku deildinni og markatalan er 136-6. Nú hafa þær unnu 38 leiki í röð í öllum keppnum. Xavi, sem er þjálfari karlaliðsins, ræddi árangur og spilamennsku kvennaliðs félagsins á blaðamannafundi og hrósaði bæði fótboltanum sem liðið spilar en einnig hvernig þær eru áfram hungraðar í árangur þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð. „Undanfarin ár hefur kvennaliðið okkur verið að sýna hvernig við eigum að gera þetta með því hvernig þær spila, hvernig þær keppa og með hungri sínum í árangur þrátt fyrir að vinna allt á síðasta ári,“ sagði Xavi. „Við höfum verið að fylgjast með þeim og það er undravert að sjá þær spila. Þeir eru að leiða félagið á sama hátt og Draumaliðið gerði á sínum tíma og liðið hans Pep [Guardiola] gerði seinna. Þær eru viðmiðið fyrir karlaliðið,“ sagði Xavi. Draumaliðið er nafnið á Barcelona-liðinu sem spilaði undir stjórn Johan Cruyff í byrjun tíunda áratugarins en það vann fjóra Spánarmeistaratitla í röð og fyrsta Evrópubikar félagsins. Undir stjórn Guardiola þá var Barcelona-liðið mjög sigursælt frá 2008 til 2012. Liðið vann þrjá Spánartitla, Meistaradeildina tvisvar sinnum og náði að vinna sex titla árið 2009. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira