Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 07:30 James Harden og Kevin Durant voru liðsfélagar þar til í febrúar að Harden skipti yfir til Philadelphia. Durant var frábær í gærkvöld en Harden náði sér engan veginn á strik. AP/Matt Slocum Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti. NBA Körfubolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti.
NBA Körfubolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn