Hvurslags Green var þessi karfa? Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 07:32 Javonte Green stelur boltanum af Jerami Grant í sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons í nótt. AP/Carlos Osorio Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira