Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 07:31 Kyrie Irving var magnaður gegn Charlotte Hornets í gær. AP/Chris Carlson „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira