Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 08:00 Nikola Jokic með boltann en Kevon Looney má ekki fá hann. AP/David Zalubowski Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors. Jokic er sá næstfljótasti í sögunni til að ná þrefaldri tvennu 75 sinnum á ferlinum. Það hefur hann nú gert í 511 leikjum og aðeins Oscar Robertson verið fljótari, eða í aðeins 182 leikjum. Jokic, sem átti annað sögulegt kvöld á sunnudaginn, skoraði 32 stig gegn Golden State, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Nikola Jokic followed up a historic performance on Sunday night with his 75th career triple-double, 32 points, and the @nuggets win! #MileHighBasketball : 32 PTS (12-17 FGM), 15 REB, 13 AST pic.twitter.com/mGBCUvufbx— NBA (@NBA) March 8, 2022 Jókerinn hefur nú náð þrefaldri tvennu þrisvar sinnum eftir hléið vegna Stjörnuleiksins 20. febrúar. Allir hinir leikmennirnir í deildinni, til samans, hafa afrekað það tvisvar sinnum. „Ótrúlegur leikmaður og stórkostlegur í kvöld“ Jokic var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og að mati Steve Kerr, þjálfara Golden State, verðskuldar hann nafnbótina aftur: „Ég er ekki með kosningarétt en Jokic er bara ótrúlegur leikmaður og var stórkostlegur í kvöld,“ sagði Kerr og bætti við: „Hann gerir liðsfélagana betri og hann gerir mótherjunum svo erfitt fyrir að verjast því það er sama hvað maður gerir, hann er alltaf með mótsvar.“ Af öðrum úrslitum má nefna að Julius Randle skoraði 46 stig og tók 10 fráköst í 131-115 sigri New York Knicks á Sacramento Kings, og ófarir LA Lakers héldu áfram þegar liðið tapaði 117-110 fyrir San Antonio Spurs. Úrslitin í nótt: Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Jokic er sá næstfljótasti í sögunni til að ná þrefaldri tvennu 75 sinnum á ferlinum. Það hefur hann nú gert í 511 leikjum og aðeins Oscar Robertson verið fljótari, eða í aðeins 182 leikjum. Jokic, sem átti annað sögulegt kvöld á sunnudaginn, skoraði 32 stig gegn Golden State, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Nikola Jokic followed up a historic performance on Sunday night with his 75th career triple-double, 32 points, and the @nuggets win! #MileHighBasketball : 32 PTS (12-17 FGM), 15 REB, 13 AST pic.twitter.com/mGBCUvufbx— NBA (@NBA) March 8, 2022 Jókerinn hefur nú náð þrefaldri tvennu þrisvar sinnum eftir hléið vegna Stjörnuleiksins 20. febrúar. Allir hinir leikmennirnir í deildinni, til samans, hafa afrekað það tvisvar sinnum. „Ótrúlegur leikmaður og stórkostlegur í kvöld“ Jokic var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og að mati Steve Kerr, þjálfara Golden State, verðskuldar hann nafnbótina aftur: „Ég er ekki með kosningarétt en Jokic er bara ótrúlegur leikmaður og var stórkostlegur í kvöld,“ sagði Kerr og bætti við: „Hann gerir liðsfélagana betri og hann gerir mótherjunum svo erfitt fyrir að verjast því það er sama hvað maður gerir, hann er alltaf með mótsvar.“ Af öðrum úrslitum má nefna að Julius Randle skoraði 46 stig og tók 10 fráköst í 131-115 sigri New York Knicks á Sacramento Kings, og ófarir LA Lakers héldu áfram þegar liðið tapaði 117-110 fyrir San Antonio Spurs. Úrslitin í nótt: Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York
Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira