Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 17:30 Kyrie í leiknum gegn Celtics. Adam Glanzman/Getty Images Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00