Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal sem kostaði 2,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 12:30 Stefnan er tekin á það að vera alveg sjálfbær úti í Portúgal og eru þau strax byrjuð að sinna ræktun af miklum krafti. Axel, Kitta og dóttir þeirra Ylfa Lotta voru búin að fá nóg af kuldanum og asanum í stórborginni Berlín þegar þau ákváðu að kaupa sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli árið 2017. Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira