Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:00 Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í gær. AP/David Zalubowski Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira