Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2022 19:03 Pavel Ermolinskij daðraði við þrennuna þegar hann hjálpaði sínum mönnum að leggja Keflavík að velli Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík. Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti