Leeds tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Marcsh Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. mars 2022 14:35 Harvey Barnes skoraði sigurmark Leicester EPA-EFE/TIM KEETON Leicester City vann góðan sigur, 1-0, á Leeds United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var sá fyrsti sem Leeds leikur undir stjórn hins nýráðna kanttspyrnustjóra, Jesse Marsch. Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira