Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:30 Ben Simmons skipti til Brooklyn Nets á dögunum. Hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum. Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum.
Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira