„Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Frikrik Agni er mikill lífskúnstner sem leggur sig fram við að rækta ástríður sínar. Liam Campell/Aðsend Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Vera sinn eigin innblástur Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er strákur sem ólst upp við mikla ást og stuðning foreldra en við alls kyns aðrar áskoranir. Einelti og kynferðisofbeldi olli því að ég háði stríð innra með mér, mikla minnimáttarkennd, átröskun og kvíða. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Í dag er ég þessi sami strákur nema með sterkari skráp, góð verkfæri sem ég hef kynnst sem hjálpa mér að glíma við allar þær hindranir sem verða á veginum. Það að hafa gengið í gegnum áföll getur stundum byggt mann upp þannig að maður fer að dreyma stórt, öðlast mikinn metnað því maður vill ryðja sér braut burt frá áföllunum og finna leið til þess að láta gott af sér leiða. Ég er allavega sú týpa í dag. Ég kenni dans og líkamsrækt því ég veit hve mikla gleði það veitir mér inn í huga og líkamann og vil deila því með fólki. Ég framleiði þætti, viðburði og önnur verkefni sem ég held að geti snert við fólki eða fengið það til að endurspegla eitthvað og ég skrifa ljóð og pistla af sömu ástæðu. Í grunninn þá er ég bara einstaklingur sem vill verða öðrum innblástur en á sama tíma vil ég líka vera minn eigin innblástur. Það geri ég með því að prófa nýja hluti, fylgja hjartanu, læra og skapa. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Kvikmyndir sem kveikja skapandi blossa Hvað veitir þér innblástur? Dans, tónlist, kvikmyndir, náttúra, fólk og ferðalög. Innblástur skapast út frá mismunandi upplifun. Þegar ég þarf að sækja innblástur mjög meðvitað, eins og ef ég er fastur í huganum og er að vinna eitthvað verkefni þar sem ég þarf að vera skapandi, þá er það klassísk tónlist og göngutúr niður að sjó. Stundum finn ég að ég þarf að sjá eitthvað fallegt þá getur verið nóg að horfa á kvikmynd sem ég hef séð nú þegar og veit að snertir mig eitthvað djúpt og kveikir einhvern skapandi blossa innra með mér. Dæmi um myndir eru til dæmis Pride & Prejudice og Moulin Rouge. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Mjög oft eru það ferðalög og afkúpling frá hversdagsleikanum sem veita mesta innblásturinn. Ég held það tengist því að annað hvort sogast inn í einhver náttúruundur og tilfinningin að finna hvað maður er agndofa gagnvart móður jörð eða þá að sogast inn í framandi menningarheim annarra jarðarbúa. Þessar upplifanir kenna manni eitthvað og setja eitthvað ferli af stað í sálarminninu sem maður getur svo dregið innblástur frá síðar meir. Mikilvægt að gefa sér tíma Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Besta ráðið er sennilega að gefa sér tíma á hverjum degi til þess að bara vera, anda, hugleiða og/eða skrifa. Getur bara verið 10 mínútur þess vegna á morgnana eða fyrir svefninn. En að passa upp á að á hverjum degi sé tími þar sem þú ert í algjörum forgangi og enginn annar. Hvað þarft þú í dag? Hvað vilt þú í dag? Hvað ertu þakklát/tt/ur fyrir í dag? Það hefur gefið mér svo mikið að bara ná þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ef það er mjög mikið að gera og fólk telur sig ekki eiga 10 mínútur af deginum þá mæli ég samt með að kúpla sig frá og nýta t.d. pissuferðir á baðherbergið til þess að anda 10 sinnum djúpt inn um nefið og út um munninn. Við HÖFUM tíma til þess. Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda. Og ég segi þetta líka til að minna mig sjálfan á þetta. Viðburðaríkir dagar Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna klukkan sex oftast nær og byrja daginn á að drekka vatn og taka inn lýsi, járn og vítamín. Svo tek ég annað hvort góðar teygjur í tíu mínútur eða svona foam rúllu meðferð á sjálfan mig. Í beinu framhaldi af því tek ég fimm til tíu mínútna hugleiðslu með leiðsögn en það eru til hellingur af þeim á bæði Spotify og Youtube. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Svo opna ég plan bókina mína og fer yfir daginn og að lokum dagbókina mína og skrifa bara það sem ég þarf að skrifa. Hvernig líður mér, hvað liggur mér á hjarta og svo framvegis. Stundum skrifa ég einhverjar hugmyndir og drauma. Eftir það tekur við morgunmatur með manninum mínum og svo hefst vinnudagurinn annað hvort á heimaskrifstofunni eða á Unicef skrifstofunni en ég er að framleiða eitt verkefni með þeim og RÚV um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ég tek svo æfingu rétt undir hádegi annaðhvort sjálfur eða með þjálfara. Hádegismatur og svo meiri vinna. Oft eru svo einhver frílans verkefni sem falla á milli yfir daginn eða viðtöl/gigg af einhverju tagi. Ég reyni að sinna mínum drauma frílans verkefnum af metnaði þó það séu bara hugmynda verkefni. Ég reyni að sinna þeim eins og ég sé með alvöru skilafrest á þeim því annars myndi mér ekkert miða áfram með þau. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Svo er danskennsla oftast síðdegis en ekki alla daga. Á kvöldin finnst mér gott að hafa tíma til að horfa á eitthvað með manninum mínum eða lesa. Stundum lesum við upphátt fyrir hvorn annan. En svo er ósköp notalegt bara að spjalla saman um komandi vikur og mánuði. Hvert viljum við ferðast, hvað viljum við gera? View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ég reyni að setja símann minn á flugstillingu síðasta lagi kl. 22 því þá fer ég að undirbúa svefn - nema ég sé að vinna við eitthvað eins og að skemmta eða sýna á sýningu að kvöldi til. Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það skemmtilegasta við lífið er hvað það er fullt af fallegu fólki, stöðum og hlutum sem geta fært manni svo mikla gleði og innblástur á hverjum degi! Ég reyni að grípa mig á hverjum degi og minna mig á akkúrat þetta og hve heppinn ég er að fá að sjá, heyra og upplifa heiminn í kringum mig. Það er ekki sjálfgefið og ég held að það geri öllum gott að minna sig á það af og til því þá verður lífið fyllra af þakklæti og þar af leiðandi mun skemmtilegra. Innblásturinn Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Vera sinn eigin innblástur Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er strákur sem ólst upp við mikla ást og stuðning foreldra en við alls kyns aðrar áskoranir. Einelti og kynferðisofbeldi olli því að ég háði stríð innra með mér, mikla minnimáttarkennd, átröskun og kvíða. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Í dag er ég þessi sami strákur nema með sterkari skráp, góð verkfæri sem ég hef kynnst sem hjálpa mér að glíma við allar þær hindranir sem verða á veginum. Það að hafa gengið í gegnum áföll getur stundum byggt mann upp þannig að maður fer að dreyma stórt, öðlast mikinn metnað því maður vill ryðja sér braut burt frá áföllunum og finna leið til þess að láta gott af sér leiða. Ég er allavega sú týpa í dag. Ég kenni dans og líkamsrækt því ég veit hve mikla gleði það veitir mér inn í huga og líkamann og vil deila því með fólki. Ég framleiði þætti, viðburði og önnur verkefni sem ég held að geti snert við fólki eða fengið það til að endurspegla eitthvað og ég skrifa ljóð og pistla af sömu ástæðu. Í grunninn þá er ég bara einstaklingur sem vill verða öðrum innblástur en á sama tíma vil ég líka vera minn eigin innblástur. Það geri ég með því að prófa nýja hluti, fylgja hjartanu, læra og skapa. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Kvikmyndir sem kveikja skapandi blossa Hvað veitir þér innblástur? Dans, tónlist, kvikmyndir, náttúra, fólk og ferðalög. Innblástur skapast út frá mismunandi upplifun. Þegar ég þarf að sækja innblástur mjög meðvitað, eins og ef ég er fastur í huganum og er að vinna eitthvað verkefni þar sem ég þarf að vera skapandi, þá er það klassísk tónlist og göngutúr niður að sjó. Stundum finn ég að ég þarf að sjá eitthvað fallegt þá getur verið nóg að horfa á kvikmynd sem ég hef séð nú þegar og veit að snertir mig eitthvað djúpt og kveikir einhvern skapandi blossa innra með mér. Dæmi um myndir eru til dæmis Pride & Prejudice og Moulin Rouge. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Mjög oft eru það ferðalög og afkúpling frá hversdagsleikanum sem veita mesta innblásturinn. Ég held það tengist því að annað hvort sogast inn í einhver náttúruundur og tilfinningin að finna hvað maður er agndofa gagnvart móður jörð eða þá að sogast inn í framandi menningarheim annarra jarðarbúa. Þessar upplifanir kenna manni eitthvað og setja eitthvað ferli af stað í sálarminninu sem maður getur svo dregið innblástur frá síðar meir. Mikilvægt að gefa sér tíma Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Besta ráðið er sennilega að gefa sér tíma á hverjum degi til þess að bara vera, anda, hugleiða og/eða skrifa. Getur bara verið 10 mínútur þess vegna á morgnana eða fyrir svefninn. En að passa upp á að á hverjum degi sé tími þar sem þú ert í algjörum forgangi og enginn annar. Hvað þarft þú í dag? Hvað vilt þú í dag? Hvað ertu þakklát/tt/ur fyrir í dag? Það hefur gefið mér svo mikið að bara ná þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ef það er mjög mikið að gera og fólk telur sig ekki eiga 10 mínútur af deginum þá mæli ég samt með að kúpla sig frá og nýta t.d. pissuferðir á baðherbergið til þess að anda 10 sinnum djúpt inn um nefið og út um munninn. Við HÖFUM tíma til þess. Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda. Og ég segi þetta líka til að minna mig sjálfan á þetta. Viðburðaríkir dagar Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég vakna klukkan sex oftast nær og byrja daginn á að drekka vatn og taka inn lýsi, járn og vítamín. Svo tek ég annað hvort góðar teygjur í tíu mínútur eða svona foam rúllu meðferð á sjálfan mig. Í beinu framhaldi af því tek ég fimm til tíu mínútna hugleiðslu með leiðsögn en það eru til hellingur af þeim á bæði Spotify og Youtube. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Svo opna ég plan bókina mína og fer yfir daginn og að lokum dagbókina mína og skrifa bara það sem ég þarf að skrifa. Hvernig líður mér, hvað liggur mér á hjarta og svo framvegis. Stundum skrifa ég einhverjar hugmyndir og drauma. Eftir það tekur við morgunmatur með manninum mínum og svo hefst vinnudagurinn annað hvort á heimaskrifstofunni eða á Unicef skrifstofunni en ég er að framleiða eitt verkefni með þeim og RÚV um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ég tek svo æfingu rétt undir hádegi annaðhvort sjálfur eða með þjálfara. Hádegismatur og svo meiri vinna. Oft eru svo einhver frílans verkefni sem falla á milli yfir daginn eða viðtöl/gigg af einhverju tagi. Ég reyni að sinna mínum drauma frílans verkefnum af metnaði þó það séu bara hugmynda verkefni. Ég reyni að sinna þeim eins og ég sé með alvöru skilafrest á þeim því annars myndi mér ekkert miða áfram með þau. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Svo er danskennsla oftast síðdegis en ekki alla daga. Á kvöldin finnst mér gott að hafa tíma til að horfa á eitthvað með manninum mínum eða lesa. Stundum lesum við upphátt fyrir hvorn annan. En svo er ósköp notalegt bara að spjalla saman um komandi vikur og mánuði. Hvert viljum við ferðast, hvað viljum við gera? View this post on Instagram A post shared by Friðrik Agni (@fridrikagni) Ég reyni að setja símann minn á flugstillingu síðasta lagi kl. 22 því þá fer ég að undirbúa svefn - nema ég sé að vinna við eitthvað eins og að skemmta eða sýna á sýningu að kvöldi til. Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það skemmtilegasta við lífið er hvað það er fullt af fallegu fólki, stöðum og hlutum sem geta fært manni svo mikla gleði og innblástur á hverjum degi! Ég reyni að grípa mig á hverjum degi og minna mig á akkúrat þetta og hve heppinn ég er að fá að sjá, heyra og upplifa heiminn í kringum mig. Það er ekki sjálfgefið og ég held að það geri öllum gott að minna sig á það af og til því þá verður lífið fyllra af þakklæti og þar af leiðandi mun skemmtilegra.
Innblásturinn Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira