Jonas Valanciunas, miðherji Pelicans-liðsins, hefur eins og fleiri talað gegn þessu stríði en hann er frá Litháen. Hann sagði í síðustu viku að stríð væri engin lausn.
Some members of the New Orleans Pelicans wore yellow socks for Wednesday's game against Sacramento in support of Ukraine.
— The Athletic (@TheAthletic) March 3, 2022
h/t @WillGuillory | @PelicansNBA pic.twitter.com/mpMygUUeyp
„Eins og þegar ég talaði um þetta síðast þá er þetta mikið vesen. Við erum bata að reyna að vekja meiri athygli á þessu. Óvinurinn er enn þarna úti. Saklaust fólk er að deyja. Allur heimurinn er að tala um refsiaðgerðir, stuðning og bænir en eitthvað annað þarf að gerast því stríðið er enn í gangi,“ sagði Jonas Valanciunas.
„Þetta er búnir að vera erfiðir sjö dagar. Í hvers skipti sem maður skoðar símann sinn og sér hvað er í gangi þá er það alltaf mikið sjokk,“ sagði Valanciunas.
Allir leikmenn Pelicans mættu til leiks á móti Sacramento Kings í gulum sokkum til að vekja athygli á ástandinu sem og að sýna samstöðu og samhug með Úkraínu.
Jonas discusses the team's decision to wear yellow socks tonight in support of Ukraine pic.twitter.com/dJgQoOjBGy
— New Orleans Pelicans (@PelicansNBA) March 3, 2022
Naji Marshall og Brandon Ingram, leikmenn Pelicans, sögðu að Valanciunas hafi talað við þá báða um innrásina á síðustu dögum.
„JV vildi gera eitthvað til að styðja við bakið á fóllinu. Ef hann vildi gera það þá var ég með hinum í því,“ sagði Brandon Ingram.
Pelicans liðið vann leikinn á móti Sacramento Kings 125-95. Valanciunas var með 17 stig og 14 fráköst í leiknum.