FRÍS: Heimsóknir í MK og MS Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 18:31 FRÍS Meta Productions MK tryggði sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri á MS síðastliðinn fimmtudag, en á meðan keppni stóð var sýnt frá heimsóknum í skólana. Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti
Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti