Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu Þjóðleikhúsið 2. mars 2022 08:54 Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante sem naut gífurlega vinsælda. Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum. Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti. Leikhús Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti.
Leikhús Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira