Morant skoraði 52 stig, tróð yfir tröllkarl og fékk risa hrós frá Iverson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:31 Samherjar Jas Morant fagna þessum magnaða leikmanni. getty/Justin Ford Ja Morant setti persónulegt met þegar hann skoraði 52 stig í sigri Memphis Grizzlies á San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Hann fékk klapp á bakið frá gamalli NBA-hetju. Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira