„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 14:30 Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Frá vinstri: Ingunn Haraldsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Ragna Björg Einarsdóttir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is Besta deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is
Besta deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira