Rivian er á góðri leið að aukinni framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. febrúar 2022 07:01 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður. Framkvæmdastjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Rivian, RJ Scaringe segir að fyrirtækið sé „á góðri leið í átt að aukinni framleiðslu.“ Hann hefur einnig sagt að félagið stefni á 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári. Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári.
Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent