„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:12 Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum með áhorfendum sem sýndu honum mikla ást í kvöld. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira