Sigur Rós í upptökum í Abbey Road og tilkynnir fyrsta tónleikaferðalagið í fimm ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 08:29 Sigur Rós á tónleikum í Mílanó fyrir nokkrum árum. Getty/Roberto Finizio Hljómsveitin Sigur Rós mun í vor og sumar fara á tónleikaferðalag. Munu þeir meðal annars koma fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Miðasalan hefst formlega á morgun. Sigur Rós vinnur nú að því að skrifa og taka upp sína fyrstu stúdíóplötu síðan árið 2013 þegar platan Kveikur kom út. Mun hljómsveitin því spila ný lög á tónleikaferðalaginu ásamt eldri lögum. Kjartan Sveinsson, sem hefur síðustu ár unnið að öðrum verkefnum, hefur aftur gengið til liðs við Sigur Rós. Hann er nú að vinna að plötunni með Jónsa og Georgi Holm og mun hann einnig fara með þeim í þetta tónleikaferðalag. Hljómsveitin hefur í þessum mánuði meðal annars tekið upp í Abbey Road upptökuverinu í London. „14 ár síðan við vorum hér síðast. Ekkert breyst nema við,“ skrifaði Georg eftir tökudag um helgina. Á samfélagsmiðlum Sigur Rósar kemur fram að fleiri dagsetningum og tónleikastöðum víðar um heiminn verði svo bætt við listann svo það er ljóst að margir aðdáendur þeirra munu fá tækifæri til að sjá þá á sviði. Sigurrós leggur af stað í ferðalag á ný.Sigurrós Tilkynningu hljómsveitarinnar má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Sigur Rós Íslendingar erlendis Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Sigur Rós vinnur nú að því að skrifa og taka upp sína fyrstu stúdíóplötu síðan árið 2013 þegar platan Kveikur kom út. Mun hljómsveitin því spila ný lög á tónleikaferðalaginu ásamt eldri lögum. Kjartan Sveinsson, sem hefur síðustu ár unnið að öðrum verkefnum, hefur aftur gengið til liðs við Sigur Rós. Hann er nú að vinna að plötunni með Jónsa og Georgi Holm og mun hann einnig fara með þeim í þetta tónleikaferðalag. Hljómsveitin hefur í þessum mánuði meðal annars tekið upp í Abbey Road upptökuverinu í London. „14 ár síðan við vorum hér síðast. Ekkert breyst nema við,“ skrifaði Georg eftir tökudag um helgina. Á samfélagsmiðlum Sigur Rósar kemur fram að fleiri dagsetningum og tónleikastöðum víðar um heiminn verði svo bætt við listann svo það er ljóst að margir aðdáendur þeirra munu fá tækifæri til að sjá þá á sviði. Sigurrós leggur af stað í ferðalag á ný.Sigurrós Tilkynningu hljómsveitarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Sigur Rós Íslendingar erlendis Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira