Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var auðvitað svekkt með tapið í lokaleiknum en ánægð með mótið í heild sinni. Vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. „Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
„Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20