„Nú skil ég hvernig karlleikmönnunum líður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 09:31 Kosovare Asllani í leik með liði Real Madrid á Spáni en spænskir slúðurmiðlar hafa sýnt henni mikinn áhuga. Getty/Angel Martinez Kvennafótboltinn er alltaf að fá meiri athygli og það þýðir um leið að fleiri sögusagnir fara á kreik um bestu leikmennina. Þessu hefur sænska landsliðskonan Kosovar Asllani heldur betur kynnst hjá Real Madrid. Asllani er að renna út á samning hjá Real Madrid og spænskir fjölmiðlar hafa verið mikið að velta fyrir sér hvar framtíð hennar liggur. Það er ekki það eina sem þeir eru að velta fyrir sér þegar kemur að þessum sænska framherja. Hade intressant samtal med Kosovare Asllani om framtiden i Real Madrid, (spansk) media och tillgänglighet samt fake news.https://t.co/BUkrAgMW60— Frida Fagerlund (@fagerlundfrida) February 22, 2022 Asllani hefur ekki veitt mörg viðtöl á Spáni en hún talaði við sænska Aftonbladet í tengslum við nýjasta landsliðsverkefni Svía. Asllani er reyndar svo ósátt með spænska fjölmiðla að hún vill loka á þá og það sé betra fyrir kvenkynsfótboltamenn að gefa færri viðtöl. Hún er tilbúin að tala við sænska fjölmiðla í landsliðsverkefnum en er mjög ósátt með þá spænsku. Fá viðtöl koma ekki í veg fyrir orðróma um hana. Nú síðast talaði umboðsmaðurinn Arash Bayat um það að hún væri á leiðinni til AC Milan. „Talandi um það að kvennafótbolti sé að nálgast karlafótboltann þá virðast vera ótrúlega mikið af sögusögnum um mig. Það var frekar fyndið að lesa um orðróminn um AC Milan,“ sagði Kosovar Asllani. „Þetta er bara einhver orðrómur sem er ekki neitt til í. Ég hef bara verið að einbeita mér að fótboltanum. Auðvitað er það hrós að vera orðuð við lið en ég vil ekki ræða það hér. Evrópumótið er fram undan í sumar og ég vil því taka ákvörðun um framhaldið snemma. Það verður samt að vera rétta ákvörðunin ef ekki þá mun ég seinka því að taka hana,“ sagði Asllani. Blaðamaður Aftonbladet vildi frá að vita meira um slúðurpressuna á Spáni sem virðist fara mikið í taugarnar á henni. Real Madrid s communication strategy is to not let their players do interviews and appearances with external media companies. Kosovare Asllani has gone quiet, a request from Real Madrid Is this good or bad for women s football? [SVT SPORT] https://t.co/KAxsNypC8v— Mia Eriksson (@mia_eriksson) February 19, 2022 „Sænskir fjölmiðlar eru enn nokkuð áreiðanlegir en auðvitað hlaupa menn á sig þar líka. Á Spáni er hins vegar ótrúlega mikið af fölskum fréttum í gangi og ég var ekki tilbúin fyrir það,“ sagði Asllani en hvers konar falskar fréttir eru það? „Allt milli himins og jarðar. Það hefur verið svo mikið að ótrúlegum hlutum að ég hef stundum hugsað: Nú skil ég hvernig karlleikmönnunum líður,“ sagði Asllani. „Þegar þú þarf að koma fram og neita þessu ítrekað. Þú þolir ekki að þurfa þess líka en þetta er víst hluti af því að vera opinber persóna á Spáni. Ég hef orðið það af því að ég var fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fékk. Ég veit ekki hvort ég sé frægari þar en í Svíþjóð en það er alla vegna mikill áhugi á mér,“ sagði Asllani. Spænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Asllani er að renna út á samning hjá Real Madrid og spænskir fjölmiðlar hafa verið mikið að velta fyrir sér hvar framtíð hennar liggur. Það er ekki það eina sem þeir eru að velta fyrir sér þegar kemur að þessum sænska framherja. Hade intressant samtal med Kosovare Asllani om framtiden i Real Madrid, (spansk) media och tillgänglighet samt fake news.https://t.co/BUkrAgMW60— Frida Fagerlund (@fagerlundfrida) February 22, 2022 Asllani hefur ekki veitt mörg viðtöl á Spáni en hún talaði við sænska Aftonbladet í tengslum við nýjasta landsliðsverkefni Svía. Asllani er reyndar svo ósátt með spænska fjölmiðla að hún vill loka á þá og það sé betra fyrir kvenkynsfótboltamenn að gefa færri viðtöl. Hún er tilbúin að tala við sænska fjölmiðla í landsliðsverkefnum en er mjög ósátt með þá spænsku. Fá viðtöl koma ekki í veg fyrir orðróma um hana. Nú síðast talaði umboðsmaðurinn Arash Bayat um það að hún væri á leiðinni til AC Milan. „Talandi um það að kvennafótbolti sé að nálgast karlafótboltann þá virðast vera ótrúlega mikið af sögusögnum um mig. Það var frekar fyndið að lesa um orðróminn um AC Milan,“ sagði Kosovar Asllani. „Þetta er bara einhver orðrómur sem er ekki neitt til í. Ég hef bara verið að einbeita mér að fótboltanum. Auðvitað er það hrós að vera orðuð við lið en ég vil ekki ræða það hér. Evrópumótið er fram undan í sumar og ég vil því taka ákvörðun um framhaldið snemma. Það verður samt að vera rétta ákvörðunin ef ekki þá mun ég seinka því að taka hana,“ sagði Asllani. Blaðamaður Aftonbladet vildi frá að vita meira um slúðurpressuna á Spáni sem virðist fara mikið í taugarnar á henni. Real Madrid s communication strategy is to not let their players do interviews and appearances with external media companies. Kosovare Asllani has gone quiet, a request from Real Madrid Is this good or bad for women s football? [SVT SPORT] https://t.co/KAxsNypC8v— Mia Eriksson (@mia_eriksson) February 19, 2022 „Sænskir fjölmiðlar eru enn nokkuð áreiðanlegir en auðvitað hlaupa menn á sig þar líka. Á Spáni er hins vegar ótrúlega mikið af fölskum fréttum í gangi og ég var ekki tilbúin fyrir það,“ sagði Asllani en hvers konar falskar fréttir eru það? „Allt milli himins og jarðar. Það hefur verið svo mikið að ótrúlegum hlutum að ég hef stundum hugsað: Nú skil ég hvernig karlleikmönnunum líður,“ sagði Asllani. „Þegar þú þarf að koma fram og neita þessu ítrekað. Þú þolir ekki að þurfa þess líka en þetta er víst hluti af því að vera opinber persóna á Spáni. Ég hef orðið það af því að ég var fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fékk. Ég veit ekki hvort ég sé frægari þar en í Svíþjóð en það er alla vegna mikill áhugi á mér,“ sagði Asllani.
Spænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira