Mark Cuban: Doncic óstöðvandi eftir að hafa fengið aðeins að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 07:31 Luka Doncic hefur verið frábær með Dallas Mavericks síðustu vikur og liðið hefur líka brunað upp töfluna. AP/Matthew Hinton Eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta er að sjálfsögðu ánægður með að vera með Slóvenann frábæra Luka Doncic í sínu liði en segir að það hafi orðið breyting á stjörnu liðsins um mitt tímabil. Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira