„Þá kemur íslenski víkingurinn enn meira inn í þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á ferðinni í hlýjunni í Kaliforníu í 1-0 sigrinum gegn Nýja-Sjálandi aðfaranótt föstudags. Getty/Ronald Martinez Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu í fótbolta búa sig undir „íslenskar“ aðstæður í úrslitaleiknum við Bandaríkin í nótt í SheBelieves Cup. Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur. EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur.
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira