„Þá kemur íslenski víkingurinn enn meira inn í þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á ferðinni í hlýjunni í Kaliforníu í 1-0 sigrinum gegn Nýja-Sjálandi aðfaranótt föstudags. Getty/Ronald Martinez Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu í fótbolta búa sig undir „íslenskar“ aðstæður í úrslitaleiknum við Bandaríkin í nótt í SheBelieves Cup. Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur. EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslenska liðið er nú mætt úr sólinni í Kaliforníu, eftir sigra á Nýja-Sjálandi og Tékklandi, í kuldann í Texas þar sem leikið verður við Bandaríkin á Toyota Stadium fyrir framan á annan tug þúsunda áhorfenda. Þar freista stelpurnar okkar þess að vinna sinn fyrsta titil og jafntefli dugir liðinu til þess: „Það á að vera einhver slydda og frost en ég held að það henti okkur mjög vel. Við þekkjum allar kuldann og vonda veðrið og þá kemur „íslenski víkingurinn“ enn meira inn í þetta. Ég held að þetta hafi alla vega engin áhrif á okkur og það er bara gaman að smá kulda og snjó,“ sagði Gunnhildur við Vísi á blaðamannafjarfundi í gær. Gaman að taka þátt í þessu rétt fyrir EM Fyrirliðinn er stoltur af frammistöðu Íslands á mótinu til þessa enda Ísland búið að spila vel og vinna báða leiki sína þrátt fyrir að tíu breytingar væru á byrjunarliðinu á milli leikja: „Þetta er stórglæsilegt mót og risastórt hérna í Bandaríkjunum þannig að það er gaman að fá að taka þátt í þessu, rétt fyrir EM líka. Leikirnir hafa þróast vel og ég hef verið mjög ánægð með spilamennskuna og „fightið“ sem liðið hefur gefið í báðum leikjum. Það fá líka allir að spila og það er gott að fá góða samkeppni. Ég er mjög ánægð,“ sagði Gunnhildur sem spilar með liði Orlando Pride í Bandaríkjunum. Gaman að vinna titil og gæfi liðinu „búst“ Hún tekur undir að sigur gegn heimsmeisturunum myndi gera mikið fyrir íslenska liðið á EM-ári: „Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og það væri auðvitað gaman að vinna titil. Við viljum þróa okkar leik og vonandi kemur sigur með því, en bandaríska liðið er heimsmeistari og það myndi gefa okkur „búst“ að spila vel á móti þannig þjóð. Það er því mikilvægt að við komum inn í þennan leik fullar sjálfstrausts og ef við vinnum, sem við ætlum okkur, þá væri það geggjað. Ég held að Bandaríkjamenn hafi búist við því að fá úrslitaleik við Ísland en mér finnst öll liðin á þessu móti hafa verið geggjuð. Tékkland og Nýja-Sjáland gáfu okkur góða leiki og undirbúning fyrir leikinn á morgun. Bandaríkin búast við að vinna, þær eru bara þannig, en við þurfum að láta þær hafa því sem þær ætla að gera og vonandi lendir þetta okkar megin,“ sagði Gunnhildur.
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira