Gömul NBA-stjarna sló til annars þjálfara í háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Juwan Howard er nú þjálfari Michigan Wolverines. Getty/Michael Hickey Mikil læti brutust út í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir leik í gær, leik sem vannst þó örugglega með fjórtán stiga mun. Ástæðan var að gömul stjarna úr NBA-boltanum var ekki par sáttur með leikhlé þjálfara hins liðsins undir blálok leiksins. Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira