Áfall fyrir topplið NBA: Chris Paul frá í sex til átta vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:30 Chris Paul á ferðinni með boltann í leik með Phoenix Suns liðinu í vetur. AP/John Bazemore Chris Paul tók pínulítinn þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt en eftir hann bárust nánari fréttir af meiðslum kappans. Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira