Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2022 07:14 Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði, skellihlæjandi. Einar Árnason „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00
Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00
Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00