Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en að fyrsta leikhluta loknum var staðan 22-19, Tindastól í vil.
Gestirnir frá Sauðárkróki skiptu svo um gír í öðrum leikhluta og náðu upp góðu forskoti. Þeir fóru því inn í hálfleikinn með 14 stiga forystu, staðan 54-40.
Stólarnir juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og sáu til þess að lokaleikhlutinn var í raun bara formsatriði. Tindastóll vann að lokum öruggan 19 stiga sigur, 107-88.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti flottan leik í liði Tindastóls, en hann skoraði 32 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Vestra var Marko Jurica atkvæðamestur með 26 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.