Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 14:00 Michael Masi var í mikilli ábyrgðarstöðu eins og kom vel í ljós í lokakeppni síðasta tímabils. Getty/Bryn Lennon Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni. Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni.
Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira