Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 15:47 Anton og Ásgeir, leikstjórar myndarinnar. Aðsend Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir. Tóku ákvörðun um að gera Harm „Ég var að klára námið mitt í Borgó og Anton sem er meðleikstjóri, hann var að klára kvikmyndanám í Los Angeles þegar hann þurfti að koma heim vegna Covid. Þá hugsuðum við með okkur eigum við ekki bara að gera mynd og hoppa á þetta?“ Ásgeir með handritið.aðsend Segir Ásgeir og í framhaldinu var tekin ákvörðun um að framleiða Harm. Ásgeir hafði skrifað handritið sumarið áður og sagan um bræðurna var lengi búin að vera í hausnum á honum. Myndin er um hinn tvítuga Óliver sem býr með móður sinni og yngri bróður. Þegar móðir hans byrjar aftur í neyslu, neyðist Óliver til að leita að yngri bróðir sínum í undirheimunum yfir eina örlagaríka nótt. „Við Anton höfum svona í gegnum árin verið að safna að okkur kvikmyndabúnaði svo við áttum þannig séð sjálfir framleiðslufyrirtæki ef svo má segja,“ segir Ásgeir og er augljóst að ástíðan fyrir verkefninu var gríðarleg. Í framhaldinu höfðu þeir samband við vini sína sem voru til í ævintýrið og framleiðsla á myndinni hófst. Við tökur á myndinniaðsend Fjármagnið allt út eigin vasa „Þetta er í rauninni allt úr okkar eigin vasa. Við fjármögnum hana sjálfir og eigum hana alveg sjálfir.“ Segir Ásgeir um fjármögnunarferli myndarinnar. „Auðvitað vorum við ekki með svaka pening fyrir þetta verkefni, voru nánast bara sumarlaunin okkar sem við notuðum til þess að búa til bíómynd“ Stórir leikarar sem sáu drifkraftinn Helsti kostnaður myndarinnar voru laun leikaranna sem eru ekki af verri endanum. Með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Aldís Amah Hamilton, Jóel Sæmundsson og Mikael Kaaber. „Þau voru bara ótrúlega tilbúin að hoppa á vagninn með okkur. Þau sáu bara drifkraftinn og ástríðuna á bakvið þessa sögu og hversu mikið okkur langaði að segja hana“ segir Ásgeir um stórleikarana sem eru í verkefninu. Stilla úr myndinni.Aðsend Viðbrögðin hafa farið fram úr öllum væntingum Upphaflega var planið ekki að gefa myndina út heldur vildu þeir aðeins fá að gera það sem þeir elska mest, búa til kvikmyndir. Þegar Harmur var tilbúin byrjaði hún að komast inn á virtar erlendar kvikmyndahátíðir. Hún komst meðal annars inn á Rhode Island International Film Festival þar sem þeir hlutu Directioral Discovery verðlaunin fyrir leikstjórn sína í myndinni. Eftir að þeir hlutu verðlaunin leyfðu þeir sér að hugsa stærra en fram að því höfðu þeir ekki sýnt neinum myndina. Hún komst einnig inn á Oldenburg kvikmyndahátíðina í Þýskalandi þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Anton Karl Kristensen (@antonkk98) „Við hugsuðum að það væri enginn að fara að taka áhættu með tvo nýútskrifaða stráka svo við tókum áhættuna sjálfir og það hefur heldur betur borgað sig,“ bætir Ásgeir við. „Við erum búnir að selja til RÚV og bandarískt stórfyrirtæki er búið að kaupa heimsréttin á henni svo allt gott sem gæti gerst er búið að gerast“ segir Ásgeir að lokum og það fer ekki á milli mála að þetta er bara byrjunin hjá þeim félögunum. Forsýning myndarinnar er í kvöld en hún fer í almenna sýningu um helgina. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30 Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Fleiri fréttir „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Sjá meira
Tóku ákvörðun um að gera Harm „Ég var að klára námið mitt í Borgó og Anton sem er meðleikstjóri, hann var að klára kvikmyndanám í Los Angeles þegar hann þurfti að koma heim vegna Covid. Þá hugsuðum við með okkur eigum við ekki bara að gera mynd og hoppa á þetta?“ Ásgeir með handritið.aðsend Segir Ásgeir og í framhaldinu var tekin ákvörðun um að framleiða Harm. Ásgeir hafði skrifað handritið sumarið áður og sagan um bræðurna var lengi búin að vera í hausnum á honum. Myndin er um hinn tvítuga Óliver sem býr með móður sinni og yngri bróður. Þegar móðir hans byrjar aftur í neyslu, neyðist Óliver til að leita að yngri bróðir sínum í undirheimunum yfir eina örlagaríka nótt. „Við Anton höfum svona í gegnum árin verið að safna að okkur kvikmyndabúnaði svo við áttum þannig séð sjálfir framleiðslufyrirtæki ef svo má segja,“ segir Ásgeir og er augljóst að ástíðan fyrir verkefninu var gríðarleg. Í framhaldinu höfðu þeir samband við vini sína sem voru til í ævintýrið og framleiðsla á myndinni hófst. Við tökur á myndinniaðsend Fjármagnið allt út eigin vasa „Þetta er í rauninni allt úr okkar eigin vasa. Við fjármögnum hana sjálfir og eigum hana alveg sjálfir.“ Segir Ásgeir um fjármögnunarferli myndarinnar. „Auðvitað vorum við ekki með svaka pening fyrir þetta verkefni, voru nánast bara sumarlaunin okkar sem við notuðum til þess að búa til bíómynd“ Stórir leikarar sem sáu drifkraftinn Helsti kostnaður myndarinnar voru laun leikaranna sem eru ekki af verri endanum. Með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Aldís Amah Hamilton, Jóel Sæmundsson og Mikael Kaaber. „Þau voru bara ótrúlega tilbúin að hoppa á vagninn með okkur. Þau sáu bara drifkraftinn og ástríðuna á bakvið þessa sögu og hversu mikið okkur langaði að segja hana“ segir Ásgeir um stórleikarana sem eru í verkefninu. Stilla úr myndinni.Aðsend Viðbrögðin hafa farið fram úr öllum væntingum Upphaflega var planið ekki að gefa myndina út heldur vildu þeir aðeins fá að gera það sem þeir elska mest, búa til kvikmyndir. Þegar Harmur var tilbúin byrjaði hún að komast inn á virtar erlendar kvikmyndahátíðir. Hún komst meðal annars inn á Rhode Island International Film Festival þar sem þeir hlutu Directioral Discovery verðlaunin fyrir leikstjórn sína í myndinni. Eftir að þeir hlutu verðlaunin leyfðu þeir sér að hugsa stærra en fram að því höfðu þeir ekki sýnt neinum myndina. Hún komst einnig inn á Oldenburg kvikmyndahátíðina í Þýskalandi þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Anton Karl Kristensen (@antonkk98) „Við hugsuðum að það væri enginn að fara að taka áhættu með tvo nýútskrifaða stráka svo við tókum áhættuna sjálfir og það hefur heldur betur borgað sig,“ bætir Ásgeir við. „Við erum búnir að selja til RÚV og bandarískt stórfyrirtæki er búið að kaupa heimsréttin á henni svo allt gott sem gæti gerst er búið að gerast“ segir Ásgeir að lokum og það fer ekki á milli mála að þetta er bara byrjunin hjá þeim félögunum. Forsýning myndarinnar er í kvöld en hún fer í almenna sýningu um helgina.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30 Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Fleiri fréttir „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Sjá meira
Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30