Afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna: „Hefði ekki getað beðið um neitt betra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:15 Rósa Björk Einarsdóttir afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna í gær. Mynd/Atli Már Guðfinnsson Hin 22 ára Rósa Björk Einarsdóttir afhenti í dag Píeta-samtökunum 1,4 milljónir króna sem söfnuðust við góðgerðarstreymi hennar á Twitch, streymisveitu sem sérhæfir sig í útsendingu rafíþrótta, í lok janúar. Streymið stóð yfir í sólarhring og var til heiðurs bróður hennar sem féll fyrir eigin hendi árið 2007, 33 ára að aldri. Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið