Fimmtíu stiga sýning hjá Antetokounmpo Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 07:31 Giannis Antetokounmpo keyrir að körfu Indiana Pacers en Tyrese Haliburton reynir að verjast. AP/Aaron Gash Meistarar Milwaukee Bucks áttu ekki í vandræðum með að leggja Indiana Pacers að velli, 128-119, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þökk sé Grikkjanum Giannis Antetokounmpo. Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Antetokounmpo átti sinn stigahæsta leik í vetur en hann skoraði 50 stig og var aðeins tveimur stigum frá metinu sínu. Þá tók hann 14 fráköst. Antetokounmpo missti af tapleik Milwaukee gegn Portland Trail Blazers á mánudaginn vegna eymsla í vinstri ökkla en var á miklu flugi í nótt og skoraði 12 stig strax í fyrsta leikhluta, þar á meðal tvær frábærar troðslur og þriggja stiga körfu. Þetta var fjórði 50 stiga leikur Antetokounmpo á ferlinum og sá fyrsti síðan að Milwaukee tryggði sér NBA-meistaratitilinn í fyrra. Giannis has scored 50 points 4 times in his career. Check out some of the best buckets from his 50 point performances...What's your favorite performance by @Giannis_An34 ?@Bucks x #FearTheDeer pic.twitter.com/gkCFLwsSL4— NBA (@NBA) February 16, 2022 Milwaukee er nú með 36 sigra og 23 töp í 3. sæti austurdeildar, á eftir Miami Heat og Chicago Bulls sem eru með 37 sigra og 21 tap. Miami tapaði 107-99 fyrir Dallas Mavericks í nótt. Liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra mættust einnig í nótt, þar sem Phoenix Suns unnu LA Clippers 103-96. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og sautjándi sigurinn í síðustu átján leikjum, enda er liðið með gott forskot á toppi vesturdeildarinnar og núna 47 sigra en tíu töp. Devin Booker var stigahæstur Phoenix með 26 stig og Chris Paul skoraði 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Úrslit næturinnar: Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Atlanta 124-116 Cleveland Miami 99-107 Dallas Philadelphia 87-135 Boston Milwaukee 128-119 Indiana Minnesota 126-120 Charlotte New Orleans 109-121 Memphis Phoenix 103-96 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira