Þórsarar halda draumnum á lífi Snorri Rafn Hallsson skrifar 16. febrúar 2022 15:30 Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Þór hafði verið 10–5 yfir í hálfleik og var Fylkir mikið þrekvirki til að hafa betur og koma Þórsurum í vandræði í toppbaráttunni. Ekki ósvipuð staða var uppi á teningnum í gærkvöldi. Vilji Þór vinna deildina þurfa þeir að treysta á að Dusty tapi að minnsta kosti einum leik gegn öðru liði en Þór og að Þór vinni alla sína leiki, þar með talið Dusty. Fylkir var aftur á móti í næstneðsta sæti deildarinnar með Kórdrengi á hælunum og tveimur sigrum frá Sögu. Í þetta skiptið mættust liðin í Inferno þar sem Þór vann hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists). Tvöföld fella frá Allee og þreföld frá Dabbehhh skilaði Þór fyrstu lotunni án þess að liðið missti mann. Önnur lotan var einnig hnökralaus og felldi Fylkir ekki mann fyrr en í þriðju lotu. Var Andri2K þá einn eftir gegn tveimur þegar hann kom sprengjunni niður og vann lotuna. Fáar fellur Fylkis gerði þeim erfitt fyrir að vopnast og þurftu þeir að reiða sig á skammbyssur gegn vígbúnum Þórsurum. Á augnabliki leit úr fyrir að Fylki tækist að sigra með deiglur á lofti en þá dugði ekkert minna en ás frá Allee til að slökkva í þeim rostann í sjöttu lotu. Þá sjöundu krækti Fylkir í með góðu samspili Zerq og Pat og skiptust liðin á lotum í kjölfarið. Mikill hasar færðist í leikinn þar sem bæði lið voru árásargjörn og hröð í aðgerðum sínum, Þórsarar leituðust við að skjóta í gegnum reykjarmekki á meðan Fylkismenn héldu hópinn og vörðu sprengjurnar vel. Þórsarar náðu aftur algjörum tökum á vellinum, skelltu í lás í vörninni og staða Fylkismanna var orðin svört að loknum fyrri hálfleik Staða í hálfleik: Þór 11 – 4 Fylkir Zerq hóf síðari hálfleikinn vel með tvöfaldri fellu í upphafi skammbyssulotunni og Fylkismenn komnir í góða stöðu þegar Peterr fór einn gegn fjórum, setti sprengjuna niður og náði öðrum ás kvöldsins fyrir Þórsara. Í lotunni þar á eftir felldu Þórsarar Fylkismenn einn af öðrum og komu sér þannig í 9 lotu forskot. Fylkir keypti þá öll þau vopn sem þeir höfðu efni á til að vinna sína fyrstu lotu í síðari hálfleik. Lukkan lék þó við Þórsara sem vöru fljótir að svara af miklum krafti og þurftu þeir þá einungis tvær lotur til að vinna leikinn. Voru Fylkismenn enn á ný orðnir blankir og illa vopnaðir, nokkuð sem Þórsarar nýttu sér til að komast einu skrefi nær sigrinum. Síðustu loturnar voru þó gífurlega jafnar og tókst Fylki tvisvar í röð að vinna einvígi í einum á móti einum til að draga andann eina lotu í viðbót. Réttist þá aðeins úr efnahag Fylkis sem áttu ágætis sprett. Það var þó heldur seint í rassinn gripið og hafði Þór betur að lokum. Lokastaða: Þór 16 – 8 Fylkir Það var þannig á bakinu á góðum varnarhálfleik sem Þór tókst að tryggja sér tvö stig til viðbótar og halda lífi í sigurdraumum sínum. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Þór á móti Ármanni en föstudaginn 4. mars mætast Fylkir og XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Þór hafði verið 10–5 yfir í hálfleik og var Fylkir mikið þrekvirki til að hafa betur og koma Þórsurum í vandræði í toppbaráttunni. Ekki ósvipuð staða var uppi á teningnum í gærkvöldi. Vilji Þór vinna deildina þurfa þeir að treysta á að Dusty tapi að minnsta kosti einum leik gegn öðru liði en Þór og að Þór vinni alla sína leiki, þar með talið Dusty. Fylkir var aftur á móti í næstneðsta sæti deildarinnar með Kórdrengi á hælunum og tveimur sigrum frá Sögu. Í þetta skiptið mættust liðin í Inferno þar sem Þór vann hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists). Tvöföld fella frá Allee og þreföld frá Dabbehhh skilaði Þór fyrstu lotunni án þess að liðið missti mann. Önnur lotan var einnig hnökralaus og felldi Fylkir ekki mann fyrr en í þriðju lotu. Var Andri2K þá einn eftir gegn tveimur þegar hann kom sprengjunni niður og vann lotuna. Fáar fellur Fylkis gerði þeim erfitt fyrir að vopnast og þurftu þeir að reiða sig á skammbyssur gegn vígbúnum Þórsurum. Á augnabliki leit úr fyrir að Fylki tækist að sigra með deiglur á lofti en þá dugði ekkert minna en ás frá Allee til að slökkva í þeim rostann í sjöttu lotu. Þá sjöundu krækti Fylkir í með góðu samspili Zerq og Pat og skiptust liðin á lotum í kjölfarið. Mikill hasar færðist í leikinn þar sem bæði lið voru árásargjörn og hröð í aðgerðum sínum, Þórsarar leituðust við að skjóta í gegnum reykjarmekki á meðan Fylkismenn héldu hópinn og vörðu sprengjurnar vel. Þórsarar náðu aftur algjörum tökum á vellinum, skelltu í lás í vörninni og staða Fylkismanna var orðin svört að loknum fyrri hálfleik Staða í hálfleik: Þór 11 – 4 Fylkir Zerq hóf síðari hálfleikinn vel með tvöfaldri fellu í upphafi skammbyssulotunni og Fylkismenn komnir í góða stöðu þegar Peterr fór einn gegn fjórum, setti sprengjuna niður og náði öðrum ás kvöldsins fyrir Þórsara. Í lotunni þar á eftir felldu Þórsarar Fylkismenn einn af öðrum og komu sér þannig í 9 lotu forskot. Fylkir keypti þá öll þau vopn sem þeir höfðu efni á til að vinna sína fyrstu lotu í síðari hálfleik. Lukkan lék þó við Þórsara sem vöru fljótir að svara af miklum krafti og þurftu þeir þá einungis tvær lotur til að vinna leikinn. Voru Fylkismenn enn á ný orðnir blankir og illa vopnaðir, nokkuð sem Þórsarar nýttu sér til að komast einu skrefi nær sigrinum. Síðustu loturnar voru þó gífurlega jafnar og tókst Fylki tvisvar í röð að vinna einvígi í einum á móti einum til að draga andann eina lotu í viðbót. Réttist þá aðeins úr efnahag Fylkis sem áttu ágætis sprett. Það var þó heldur seint í rassinn gripið og hafði Þór betur að lokum. Lokastaða: Þór 16 – 8 Fylkir Það var þannig á bakinu á góðum varnarhálfleik sem Þór tókst að tryggja sér tvö stig til viðbótar og halda lífi í sigurdraumum sínum. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Þór á móti Ármanni en föstudaginn 4. mars mætast Fylkir og XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti