Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með hlaðvarpið Ósýnilega fólkið. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra. „Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér. Fjölmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira