Það var sannarlega góð stemmning á Ölveri þar sem segja má að uppskeruhátíð Verbúðarinnar hafi farið fram. Lokaþátturinn sýndur og allir með bros á vör.Vísir/Hulda Margrét
Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi.
Horfðu þau saman á lokaþáttinn en staðarvalið var ekki fyrir tilviljun. Björn Hlynur Haraldsson, einn handritshöfunda þáttanna og Þróttari með meiru, er einn þeirra sem reka staðinn.
Það var mikið hlegið enda miklir húmoristar á ferðinni.Vísir/Hulda Margrét
Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hafa einnig vakið athygli erlendis. Sem dæmi hlaut Verbúðin Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival.
Óhætt er að segja að landsmenn hafi setið límdir við sjónvarpsskjáinn á sunnudagskvöldum frá því um áramótin og ef marka má samfélagsmiðla um helgina munu margir sakna þáttanna.
Mögulega hörðustu aðdáendur Verbúðarinnar hér á landi.Vísir/Hulda Margrét
Afar góð stemmning var á Ölveri fyrir lokaþættinum. Auk leikara, vina þeirra og fjölskylda voru einnig mættur á staðinn góðra vinur hópur sem hefur gert það að reglu að horfa saman á þættina vinsælu. Svo er bara að sjá hvort ekki verði framhald á þáttunum.
Í myndaalbúminu hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem Hulda Margrét ljósmyndari okkar tók á Ölveri í gær. Smellið á örvarnar til að fletta albúminu og upplifa stemmninguna.
Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn.
Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum.
Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.