Anna Svava segist baka pönnukökur þrisvar til fjórum sinnum í viku en svo kann hún ekkert mikið meira í eldhúsinu þegar kemur að bakstri. Steindi segist ekki vera neinn bakari.
Kransakökur eru nokkuð flóknar og kom það á daginn fyrir keppendur.
Ferlið var nokkuð erfitt fyrir báða keppendur og lenti Anna Svava í því að snúa kransakökunni í raun öfugt. Steindi var í vandræðum með að fá skreytingarnar til að haldast á kökunni.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim þremur að baka kransakökur.