Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Stefanía Svavars og Halldór Gunnar sameinuðu krafta sína í Söngvakeppninni í ár með lagið Hjartað mitt. Aðsend Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. Í samtali við Lífið á Vísi segir Halldór Gunnar að Kristín Heiða, sjö ára gömul dóttir hans, sé innblásturinn af þessu lagi. „Hún spurði mig í fyrra eftir lokakeppnina í Hollandi hvenær ég ætlaði eiginlega að taka þátt. Ég hugsaði mikið um þessa spurningu og þegar ég loks lét slag standa um að reyna að semja Eurovision lag þá var ég staðráðin í því að semja lag um hana og fyrir hana. Mig langaði að eiga þetta ævintýri með henni,“ segir Halldór Gunnar og bætir við ,,Hjartað mitt var það fyrsta sem kom í kollinn á mér og svo fæddist lagið hratt og örugglega.“ Mikil gleði fylgdi ferlinu „Með þessa hugmynd í kollinum þá var ég frekar fljótur að detta niður á lag. Þegar lagið var nokkurn veginn komið hafði ég samband við vin minn í Hveragerði hann Magnús Þór Sigmundsson og hann samdi við lagið bæði íslenskan og enskan texta.“ Eftir það var svo komið að því að finna flytjanda. „Stefanía Svavarsdóttir kom mjög fljótt inn í ferlið og var búin að segjast vera til í að taka þátt með mér áður en lagið var klárt. Hún var fyrir mér manneskjan sem átti að flytja þetta lag. Frábær söngkona með hjartað á réttum stað og skildi strax hvað ég var að reyna að segja með laginu,“ segir Halldór Gunnar en slík samvinna hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt. „Upptökuferlið gekk svo nokkuð hratt og örugglega fyrir sig. Ég, Stefanía, Magnús Þór og Halldór Smárason unnum síðan mjög náið saman í því að koma þessu heim og saman og var mikil gleði sem fylgdi því ferli.“ Stefanía Svavars og Halldór Gunnar fyrir utan Söngvakeppnis strætóinn.Aðsend Börnin með í tónlistarmyndbandinu Halldór Gunnar segir að alveg frá upphafi hafi teymið á bak við lagið talað um að þau séu að gera þetta verkefni fyrir og með börnunum sínum. Þau reyni að upplifa þetta með þeim og í gegnum þau. „Því fannst okkur tilvalið að gera myndband þar sem börnin okkar voru með okkur. Við hittumst einn góðan sunnudag í Stúdíó Glæsibæ, buðum krökkunum upp á kaffitíma og svo settum við bara vélarnar í gang og tókum lagið nokkrum sinnum. Börnin fengu svo bara að gera það sem þeim leið vel með að gera. Þetta var dásamlegur dagur sem varð pínu kaótískur á tímabili en allir skemmtu sér vel og það skín í gegn í myndbandinu.“ Börnin eru stór hluti af þessu verkefni og voru því að sjálfsögðu með í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Myndbandið er eftir Sveinbjörn Hafsteinsson í Glæsibæ og honum til aðstoðar í tökum var Stefán B. Önundarson. Fram koma: Stefanía Svavarsdóttir og börn Óskar Þormarsson og börn Halldór Smárason og börn Halldór Gunnar Pálsson og dóttir hans Myndband: Sveinbjörn Hafsteinsson Heiti lags: Hjartað mitt Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í samtali við Lífið á Vísi segir Halldór Gunnar að Kristín Heiða, sjö ára gömul dóttir hans, sé innblásturinn af þessu lagi. „Hún spurði mig í fyrra eftir lokakeppnina í Hollandi hvenær ég ætlaði eiginlega að taka þátt. Ég hugsaði mikið um þessa spurningu og þegar ég loks lét slag standa um að reyna að semja Eurovision lag þá var ég staðráðin í því að semja lag um hana og fyrir hana. Mig langaði að eiga þetta ævintýri með henni,“ segir Halldór Gunnar og bætir við ,,Hjartað mitt var það fyrsta sem kom í kollinn á mér og svo fæddist lagið hratt og örugglega.“ Mikil gleði fylgdi ferlinu „Með þessa hugmynd í kollinum þá var ég frekar fljótur að detta niður á lag. Þegar lagið var nokkurn veginn komið hafði ég samband við vin minn í Hveragerði hann Magnús Þór Sigmundsson og hann samdi við lagið bæði íslenskan og enskan texta.“ Eftir það var svo komið að því að finna flytjanda. „Stefanía Svavarsdóttir kom mjög fljótt inn í ferlið og var búin að segjast vera til í að taka þátt með mér áður en lagið var klárt. Hún var fyrir mér manneskjan sem átti að flytja þetta lag. Frábær söngkona með hjartað á réttum stað og skildi strax hvað ég var að reyna að segja með laginu,“ segir Halldór Gunnar en slík samvinna hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt. „Upptökuferlið gekk svo nokkuð hratt og örugglega fyrir sig. Ég, Stefanía, Magnús Þór og Halldór Smárason unnum síðan mjög náið saman í því að koma þessu heim og saman og var mikil gleði sem fylgdi því ferli.“ Stefanía Svavars og Halldór Gunnar fyrir utan Söngvakeppnis strætóinn.Aðsend Börnin með í tónlistarmyndbandinu Halldór Gunnar segir að alveg frá upphafi hafi teymið á bak við lagið talað um að þau séu að gera þetta verkefni fyrir og með börnunum sínum. Þau reyni að upplifa þetta með þeim og í gegnum þau. „Því fannst okkur tilvalið að gera myndband þar sem börnin okkar voru með okkur. Við hittumst einn góðan sunnudag í Stúdíó Glæsibæ, buðum krökkunum upp á kaffitíma og svo settum við bara vélarnar í gang og tókum lagið nokkrum sinnum. Börnin fengu svo bara að gera það sem þeim leið vel með að gera. Þetta var dásamlegur dagur sem varð pínu kaótískur á tímabili en allir skemmtu sér vel og það skín í gegn í myndbandinu.“ Börnin eru stór hluti af þessu verkefni og voru því að sjálfsögðu með í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Myndbandið er eftir Sveinbjörn Hafsteinsson í Glæsibæ og honum til aðstoðar í tökum var Stefán B. Önundarson. Fram koma: Stefanía Svavarsdóttir og börn Óskar Þormarsson og börn Halldór Smárason og börn Halldór Gunnar Pálsson og dóttir hans Myndband: Sveinbjörn Hafsteinsson Heiti lags: Hjartað mitt Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31
Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25