Sjö mörk, þrjú víti og eitt rautt í ótrúlegum sigri Spánarmeistaranna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 22:23 Leikmenn Atletico Madrid fögnuðu vel og innilega þegar Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á lokamínútum leiksins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Spánarmeistarar Atletico Madrid unnu 4-3 sigur er liðið tók á móti Getafe í ótrúlegum leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Atletico fengu vítaspyrnu þegar aðeins rétt tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. David Soria, markvörður Getafe braut þá á Luis Suarez innan vítateigs, en gerði sér svo lítið fyrir og varði spyrnuna sem Suarez tók sjálfur. Heimamenn komust þó yfir á 19. mínútu leiksins með marki frá Angel Correa, áður en Matheus Cunha tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Enn var þó nóg eftir af fyrri hálfleik og Borja Mayoral minnkaði muninn fyrir Getafe eftir hálftíma leik. Gestirnir jöfnuðu svo metin á 37. mínútu þegar Enes Unal skoraði af vítapunktinum eftir að Matheus Cunha handlék knöttinn innan vítateigs. Enes Unal kom gestunum yfir fimm mínútum síðar, en aftur skoraði hann af vítapunktinum. Í þetta sinn hafði Thomas Lemar verið sökudólgurinn í liði Atletico, en eins og liðsfélagi sinn handlék hann knöttinn innan vítateigs. Viðburðarríkur hálfleikur sem þessi kallar á langan uppbótartíma og fjórði dómari leiksins tilkynnti leikmönnum og áhorfendum um að hann yrði í það minnsta sjö mínútur. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Angel Correa þriðja mark Atletico og sá til þess að staðan var jöfn, 3-3, þegar loks var flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki alvega jafn pakkaður af atvikum og sá fyrri, en þó er af nægu að taka þaðan. Heimamenn komu sér sjálfir í klandur þegar Felipe fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Borja Mayoral eftir tæplega klukkutíma leik og því þurftu þeir að spila manni færri seinasta hálftíman. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem að Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Felix. Niðurstaðan varð því 4-3 sigur Atletico Madrid í ótrúlegum leik. Liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en Barcelona sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Getafe situr hins vegar í 14. sæti með 26 stig. Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira
Heimamenn í Atletico fengu vítaspyrnu þegar aðeins rétt tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. David Soria, markvörður Getafe braut þá á Luis Suarez innan vítateigs, en gerði sér svo lítið fyrir og varði spyrnuna sem Suarez tók sjálfur. Heimamenn komust þó yfir á 19. mínútu leiksins með marki frá Angel Correa, áður en Matheus Cunha tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Enn var þó nóg eftir af fyrri hálfleik og Borja Mayoral minnkaði muninn fyrir Getafe eftir hálftíma leik. Gestirnir jöfnuðu svo metin á 37. mínútu þegar Enes Unal skoraði af vítapunktinum eftir að Matheus Cunha handlék knöttinn innan vítateigs. Enes Unal kom gestunum yfir fimm mínútum síðar, en aftur skoraði hann af vítapunktinum. Í þetta sinn hafði Thomas Lemar verið sökudólgurinn í liði Atletico, en eins og liðsfélagi sinn handlék hann knöttinn innan vítateigs. Viðburðarríkur hálfleikur sem þessi kallar á langan uppbótartíma og fjórði dómari leiksins tilkynnti leikmönnum og áhorfendum um að hann yrði í það minnsta sjö mínútur. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Angel Correa þriðja mark Atletico og sá til þess að staðan var jöfn, 3-3, þegar loks var flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki alvega jafn pakkaður af atvikum og sá fyrri, en þó er af nægu að taka þaðan. Heimamenn komu sér sjálfir í klandur þegar Felipe fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Borja Mayoral eftir tæplega klukkutíma leik og því þurftu þeir að spila manni færri seinasta hálftíman. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem að Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Felix. Niðurstaðan varð því 4-3 sigur Atletico Madrid í ótrúlegum leik. Liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en Barcelona sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Getafe situr hins vegar í 14. sæti með 26 stig.
Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira