Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 22:15 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. „Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35