Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2022 22:49 Finnur Freyr Stefánsson var virkilega svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. „Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14