Vandræðalegt tap hjá Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Fátt gengur upp hjá LeBron James og félögum hans í Los Angeles Lakers þessa dagana. getty/Steph Chambers Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt. Portland hefur undanfarna daga skipt sterkum leikmönnum í burtu og þá er besti leikmaður liðsins, Damian Lillard, fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland tapað sex leikjum í röð. Ekkert af þessu skipti máli gegn Lakers. Anfernee Simons fór fyrir liði Portland og skoraði 29 stig. Jusuf Nurkic var með nítján stig og tólf fráköst. Anfernee Simons WENT OFF for 25 points (9-13 FGM) in the second-half to power the @trailblazers to victory! #RipCity@AnferneeSimons: 29 PTS, 5 AST, 5 3PM pic.twitter.com/ztyrZnioPv— NBA (@NBA) February 10, 2022 The Lakers lost to this superteam tonight:CJ EllebyTrendon WatfordGreg Brown IIIKeljin BlevinsDennis Smith Jr pic.twitter.com/qCN6bTyvAG— StatMuse (@statmuse) February 10, 2022 LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis sautján. Lakers er í 9. sæti Vesturdeildarinnar. Utah Jazz vann góðan sigur á Golden State Warriors, 111-85, á heimavelli. Þetta var fjórði sigur Utah í röð. Bojan Bogdanovic skoraði 23 stig í jöfnu liði Utah. Sex leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum. Jordan Poole skoraði átján stig fyrir Golden State og Stephen Curry sextán. Donovan Mitchell sheds the defender and drains the three!The @utahjazz lead by 8 on ESPN pic.twitter.com/YkIBRX9aeU— NBA (@NBA) February 10, 2022 Domantas Sabonis spilaði stórvel í fyrsta leik sínum fyrir Sacramento Kings. Hann skoraði 22 stig og tók fjórtán fráköst í 132-119 sigri á Minnesota Timberwolves. Sabonis kom til Sacramento frá Indiana Pacers í skiptum fyrir Tyrese Haliburton. Domantas Sabonis & Jeremy Lamb came up HUGE for the @SacramentoKings in their debut! #SacramentoProud@Dsabonis11: 22 PTS, 14 REB, 5 AST@jlamb: 14 PTS, 6 REB, 5 AST, 2 BLK pic.twitter.com/CpAww1N1R7— NBA (@NBA) February 10, 2022 Harrison Barnes var stigahæstur í liði Kónganna með þrjátíu stig og De'Aaron Fox skoraði 27 stig. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Úrslitin í nótt Portland 107-105 LA Lakers Utah 111-85 Golden State Sacramento 132-119 Minnesota Cleveland 105-92 San Antonio Charlotte 109-121 Chicago Oklahoma 98-117 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Portland hefur undanfarna daga skipt sterkum leikmönnum í burtu og þá er besti leikmaður liðsins, Damian Lillard, fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland tapað sex leikjum í röð. Ekkert af þessu skipti máli gegn Lakers. Anfernee Simons fór fyrir liði Portland og skoraði 29 stig. Jusuf Nurkic var með nítján stig og tólf fráköst. Anfernee Simons WENT OFF for 25 points (9-13 FGM) in the second-half to power the @trailblazers to victory! #RipCity@AnferneeSimons: 29 PTS, 5 AST, 5 3PM pic.twitter.com/ztyrZnioPv— NBA (@NBA) February 10, 2022 The Lakers lost to this superteam tonight:CJ EllebyTrendon WatfordGreg Brown IIIKeljin BlevinsDennis Smith Jr pic.twitter.com/qCN6bTyvAG— StatMuse (@statmuse) February 10, 2022 LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis sautján. Lakers er í 9. sæti Vesturdeildarinnar. Utah Jazz vann góðan sigur á Golden State Warriors, 111-85, á heimavelli. Þetta var fjórði sigur Utah í röð. Bojan Bogdanovic skoraði 23 stig í jöfnu liði Utah. Sex leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum. Jordan Poole skoraði átján stig fyrir Golden State og Stephen Curry sextán. Donovan Mitchell sheds the defender and drains the three!The @utahjazz lead by 8 on ESPN pic.twitter.com/YkIBRX9aeU— NBA (@NBA) February 10, 2022 Domantas Sabonis spilaði stórvel í fyrsta leik sínum fyrir Sacramento Kings. Hann skoraði 22 stig og tók fjórtán fráköst í 132-119 sigri á Minnesota Timberwolves. Sabonis kom til Sacramento frá Indiana Pacers í skiptum fyrir Tyrese Haliburton. Domantas Sabonis & Jeremy Lamb came up HUGE for the @SacramentoKings in their debut! #SacramentoProud@Dsabonis11: 22 PTS, 14 REB, 5 AST@jlamb: 14 PTS, 6 REB, 5 AST, 2 BLK pic.twitter.com/CpAww1N1R7— NBA (@NBA) February 10, 2022 Harrison Barnes var stigahæstur í liði Kónganna með þrjátíu stig og De'Aaron Fox skoraði 27 stig. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Úrslitin í nótt Portland 107-105 LA Lakers Utah 111-85 Golden State Sacramento 132-119 Minnesota Cleveland 105-92 San Antonio Charlotte 109-121 Chicago Oklahoma 98-117 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Portland 107-105 LA Lakers Utah 111-85 Golden State Sacramento 132-119 Minnesota Cleveland 105-92 San Antonio Charlotte 109-121 Chicago Oklahoma 98-117 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum