Þættirnir fanga stemninguna fullkomlega en tónlistin spilar þar feyki stórt hlutverk. Margar gleymdar perlur fá að hljóma í eyrum landsmanna en í síðasta þætti mátti heyra lagið Töfrar með hljómsveitinni Silfurtónum. Silfurtónar var virkilega skemmtileg sveit með húmorinn í lagi en það var tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson sem leiddi sveitina. Magnús Jónsson þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni og segir:
„Takk Verbúð og Vesturport fyrir að gera einhverja skemmtilegustu og ferskustu seríu Íslandssögunnar og gefa okkur gamlingjunum í Silfurtónum séns að fá að taka þátt í þessu fallega ævintýri. Ykkar er sóminn, okkar er lotningin.”
Þættirnir eru stútfullir af frábærri tónlist, sannkölluðum Íslenskum perlum. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á playlista með allri tónlistinni úr Verbúðinni.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.