Körfubolti

Skiptu í burtu leikmanni sem skoraði 42 stig í síðasta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caris LeVert í síðasta leik með Indiana Pacers þar sem hann skoraði 42 stig.
Caris LeVert í síðasta leik með Indiana Pacers þar sem hann skoraði 42 stig. AP/AJ Mast

Caris LeVert fór á kostum með Indiana Pacers í NBA deildinni í körfubolta á dögunum en hann er ekki leikmaður liðsins lengur. Pacers ákvað að skipta honum til Cleveland Cavaliers.

LeVert fer til Cleveland fyrir spænska bakvörðinn Ricky Rubio og þrjá valrétti í 2022 í nýliðavalinu. Þetta er einn valréttur úr fyrstu umferð og tveir úr annarri umferðinni. Rubio sleit krossband á dögunum og er líka að renna út á samning.

Auk þess að fá LeVert þá fær Clevaland líka valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2022 sem kom upphaflega frá Miami Heat.

Cleveland Cavaliers liðið hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu í vetur en liðið er nú í fjórða sæti í Austurdeildinni með 33 sigra og 21 tap. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð og ellefu af síðustu fjórtán.

Caris LeVert ætti að styrkja liðið mikið en hann er með 18.7 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Í síðasta leik sínum fyrir Indiana sem var á móti Chicago Bulls þá var hann með 42 stig og 8 stoðsendingar.

LeVert er 27 ára gamall og 198 sentimetrar á hæð. Hann spilar sem skotbakvörður er lítill framherjinn. Caris lék með Brooklyn Nets frá 2016 til 2021 en var skipt til Indiana Pacers á miðri síðustu leiktíð.

Næsta tímabil verður hans síðasta á núverandi samningi og þá fær hann 18,8 milljónir dollara í laun. Það er búist við því að Cleveland Cavaliers reyni að framlengja samninginn við hann.

Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er fullt af framtíðarmönnum í liði Cavaliers og útlitið því bjart hjá gamla liði LeBron James.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×