LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 09:30 LeBron James var allt í öllu í sigri Los Angeles Lakers í nótt. Ronald Martinez/Getty Images LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira