LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 09:30 LeBron James var allt í öllu í sigri Los Angeles Lakers í nótt. Ronald Martinez/Getty Images LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti