Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Sif Atladóttir á ferðinni í leik gegn Japan í nóvember. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð í áratug en spilar með Selfossi á komandi tímabili. Getty/Angelo Blankespoor Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti